Karfa

Karfan þín er tóm

Nýtt

Slamm Assault

Hannað fyrir hámarks afköst og nákvæmni

Sterkbyggt og lipurt hlaupahjól, hentar vel til að bæta tækni og auka sjálfstraust í parkinu og á götunni. Traust efni tryggir áreiðanleika við kröfuríkar æfingar, og nákvæm verkfræðihönnun skilar þér fyrsta flokks upplifun.
Öryggi og spennandi upplifun í jafnvægi. Assault hvetur unga notendur til að vaxa í hlutverkinu, allt á meðan þeir skera sig úr með Duo Tone Split hönnun á dekkinu.

37.990 kr
Vörunúmer: SL2500Neochrome

Litur:

Þægilegt jafnvægi og framúrskarandi stjórn, hannað með vöxt og getu í huga

Með heildarhæð upp á 84 cm og 77 cm aksturshæð (frá dekki upp að handföngum) býður Slamm Assault upp á þægilega og örugga stöðu fyrir vaxandi hjólara. Létt þyngd, aðeins 3,75 kg gerir hlaupahjólið lipurt í notkun án þess að fórna styrkleika. Þetta jafnvægi milli stöðugleika og meðfærileika hjálpar ungu fólki að byggja upp sjálfstraust, þróa tækni og framkvæma brellur af meiri öryggi.

Hágæða íhlutir fyrir framúrskarandi frammistöðu

Slamm Assault hlaupahjólið er búið hágæða hlutum, eins og 110mm álkjarna hjólum og ABEC-9 legum, sem tryggja mjúka og hraða ferð. Styrkt stál T-bar og endingargóð klemma bjóða upp á frábæra stjórn og stöðugleika, sem gerir byrjendum kleift að ná tökum á trikkum og þróa hæfileika sína auðveldlega.

Útlit og smáatriði sem skera sig úr

Assault kemur með Duo Tone Split áferð á dekkinu sem grípur athyglina strax, ásamt anodiseruðum smáhlutum, tvöfaldri boltaklemmu og endingargóðum handföngum með höggvörn. Hönnunin sameinar öryggi, frammistöðu og útlit í einu, fullkomið val fyrir unga iðkenndur sem vilja vaxa í hlutverkinu og líta vel út á sama tíma.

Slamm Scooter

Slamm Scooters er breskt vörumerki sem sérhæfir sig í stunt hlaupahjólum, með áherslu á frábæra íhluti og áberandi hönnun. Með áralanga reynslu eru vörur þeirra þróaðar og framleiddar innanhúss til að uppfylla hæstu gæðakröfur á viðráðanlegu verði. Slamm vinnur náið með iðkendum og verslunum til að tryggja að hjólin haldist í takt við þarfir notenda með reglulegum uppfærslum.