Skilmálar

Pantanir

Hobby & Sport ehf tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum.

 

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Hægt er að velja um að sækja vöru í verslun á Glerártorgi frá 11:00 - 18:00 alla virka daga, 11:00 - 17:00 laugardaga. Pósturinn sér um að dreifa sendingum á pósthús eða heim til kaupanda. Um vörur sem dreift er með  Póstinum gilda  afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vöru. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðu fyrirtækisins. 

 

Sérpantanir

Við tökum einnig að okkur að sérpanta flestar vörur frá þeim merkjum sem við erum að selja. Fyrirspurnir varðandi sérpantanir skal senda á info@hobbyogsport.is. Þegar um sérpantanir er að ræða er afhendingartími  2-4 vikur að öllu jöfnu. Ef vara eða afbrigði vöru sem óskað er eftir er ekki til hjá byrgja þá gæti afhendingartími orðið lengri. Farið er fram á fullu greiðslu vöru áður en hún er pöntuð. Athugið að uppgefin verð við sérpantanir á síðu eru háð gengi hverju sinni, sýnd verð eru því einungis til viðmiðunar. Hobby & Sport gefur hverjum þeim er óska eftir sérpöntun fast verð í tiltekna vöru. Smærri hluti eins og varahluti í litlum einingum er hægt að panta sér en þeir koma þá til afgreiðslu með næstu sendingu sem kemur frá byrgja en þannig getum við haldið verði í lágmarki.

 

Sendingarkostnaður

Hobby & Sport sendir frítt á næsta pósthús ef verslað er fyrir 5.000 kr. eða meira annars er sendingarkostnaður 1.390 kr. Sendingarkostnaður leggst við verð vöru áður en greiðsla fer fram. Einnig er hægt að velja sótt í verslun í greiðsluferli. Sendingartilboð verða birt á forsíðu www.hobbyogsport.is

 

Verð

24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Hobby & Sport  sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.  

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Vörur fást ekki endurgreiddar. Skilyrði er að varan sé óskemmd í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi. Viðskiptavinir skulu bera beinan kostnað af því að skila vöru. Viðskiptavinir skulu tilkynna um ákvörðun sína um að falla frá samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þar um innan 14 daga frestsins, en það er m.a. hægt að gera með því að senda tölvupóst á netfangið info@hobbyogsport.is eða senda Hobby & Sport ehf staðlað uppsagnareyðublað sem er að finna á vef Neytendastofu www.neytendastofa.is (þar sem jafnframt er að finna frekari upplýsingar um skilarétt), en í kjölfarið skal Hobby & Sport láta viðskiptavini í té kvittun fyrir móttöku uppsagnarinnar. 

Greiðslur

Við bjóðum upp á greiðslur með kreditkortum og nýjum debetkortum með 16 stafa númerum og netgíró. Þú getur greitt fyrir vöruna í vefverslun með kredit- og debetkorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar (Borgun.is) sem hefur hlotið PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

 

Netgíró: bíður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum og þá er mögulegt að dreifa greiðslum á 2-12 mánuði. Verðskrá Netgiró má sjá hérna

 

  PeiÞegar verslað er með Pei færð þú greiðsluseðil í heimabankann sem þú hefur 14 daga til að borga. Þú getur sótt um aukinn greiðslufrest með 30/60 þjónustunni eða dreift greiðslum á allt að 48 mánuði. Verðskrá Pei má sjá hérna

Trúnaður

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.

 

Varnarþing

Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.