Um okkur

Hobby & Sport byrjaði sem vefverslun undir nafninu Krakkasport seinni hluta árs 2020. Markmiðið til að byrja með var verslun sem sérhæfir sig í vörum fyrir krakka á öllum aldri. Um vorið 2021 þá var opnuð litil verslun að Njarðarnesi 6 á Akureyri en hugmyndin var að geta boðið viðskiptavinum að koma og skoða og versla þær vörur sem voru til sölu. Fljótlega varð ljóst að bæði rýmið og nafnið voru ekki að henta enda stefnan komin á að geta þjónustað stærri markhóp með auknu vöruúrvali og betri þjónustu. Ákvörðun var því tekin síðla sumars 2021 að setja upp verslun í stærra húsnæði og varð Glerártorg á Akureyri að endingu sá staður sem fyrir valinu varð. 

Hobby & Sport er fyrirtæki sem hefur fyrst og fremst þjónustu við sína viðskiptavini að leiðarljósi ásamt því að bjóða gæða vörur á samkeppnishæfu verði.