Karfa

Karfan þín er tóm

Shred Amazify + MTB - Bleik

Ertu að leita að flottustu og tæknilega fullkomnustu fjallahjólagleraugunum á markaðnum? Þá eru SHRED. Amazify MTB rétti kosturinn. Þessi gleraugu sameina sívalningslaga tvílinsukerfi, óviðjafnanleg þægindi, og einstakt sjónsvið. CONTRAST BOOSTING LENS™ (CBL) tæknin eykur sjónræna skerpu og dregur fram smáatriði í öllum birtuskilyrðum.

18.990 kr
Vörunúmer: GOAMBM21A

Shred Amazify + MTB - Bleik
Shred Amazify + MTB - Bleik 18.990 kr

Shred

SHRED var stofnað árið 2006 af Ólympíugullverðlaunahafanum Ted Ligety og efnisverkfræðingnum Carlo Salmini. Markmið þeirra var að búa til tæknilega háþróaðar og stílhreinar vörur sem sameina frammistöðu og skemmtun, hvort sem er á keppnisbrautinni, í brettagarðinum eða fyrir almenna skíðaiðkendur. Fyrstu vörurnar voru skíðagleraugu í skærum litum með breiðu sjónsviði og framúrskarandi linsum. Í samstarfi við Slytech Protection þróuðu þeir einnig mjúkar bakhlífar, sem urðu fljótt vinsælar meðal fremstu skíðamanna, snjóbrettafólks og keppenda. Í dag býður SHRED upp á fjölbreytt úrval hjálma, hlífðarbúnaðar, sólgleraugna og skíðagleraugna sem hafa unnið til 15 Ólympíuverðlauna. Þeir leggja áherslu á nýsköpun og tækniframfarir í samstarfi við MIT til að auka sjálfstraust, bæta frammistöðu og auka ánægju á fjöllum. SHRED hefur skapað sér sess sem leiðandi vörumerki með þúsundir fimm stjörnu umsagna frá ánægðum viðskiptavinum.