SHOTGUN BARNASÆTI
Kids Ride Shotgun var stofnað af litlum hópi foreldra á Nýja-Sjálandi sem hafa ástríðu fyrir hjólreiðum og útivist. Það var þeim þyrnir í augum að geta ekki tekið yngri börnin með í lengri fjallahjólaferðir. Þá hófst hugmynda- og hönnunarvinna og úr varð Shotgun barnasætið. Það hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan.
Upphaflega barnasætið sem hefur hjálpað þúsundum barna um allan heim að kynnast fjallahjólreiðum. Sætið er einfalt að festa og fjarlægja, og er hannað til að passa börnum frá 2-5 ára aldri, allt að 22 kg. Með stillanlegri fótbreidd, hnakkastöðu og verndandi gúmmíklæðningu er sætið öruggt fyrir stellið. Uppsetningin tekur aðeins 3-4 mínútur með Allen-lykli, og þú getur auðveldlega skipt á milli hjóla.
Nú geta yngstu börnin loksins komið með í fjallahjólaferðirnar!
Upplýsingar:
- Hannað fyrir börn frá 2 - 5 ára (hámarksþyngd 22 kg)
- Hlífar úr gúmmíi sem hlífa stellinu
- Stillanleg breidd fyrir allar stærðir og lögun á stellum Hægt að stilla með hvaða horni sætið er fest eftir halla á efri slá
Passar shotgun á hjólið mitt?
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslun okkar Silfursmára 2, Kópavogi
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.
Hentar börnum frá 2-5 ára
Fljótleg uppsetning og verndar stellið
Betra jafnvægi og meiri tenging við barnið