Karfa

Karfan þín er tóm

Rome Ravine

Ravine er skemmtilegt og einstaklega viðbragðsgott bretti, hannað til að gera púðursnjóinn léttan og bæta freestyle stemningu við troðnar brekkur. Með Directional Diamond 3D í nefinu og góðri sveigju, býður Ravine upp á stöðugleika og fjölhæfni fyrir hvers kyns snjóævintýri. 

Þetta áreiðanlega all-mountain bretti er fullkomið val fyrir þá sem vilja eitt bretti sem ræður við allar aðstæður. Ef þú vilt bæta freestyle töktum við all-mountain, þá er Rome Ravine brettið sem uppfyllir allar þínar kröfur.

Sveigjanleiki
6
Mjúkt Stíft
All Mountain
9
Brettagarður
4
Púðursnjór
9
59.994 kr Verð99.990 kr
Vörunúmer: RO.25.10.RVN.155

Stærð:
Stærðartafla Rome Ravine
Length (cm) 152 155 158 162 166
Contact Length (cm) 109.3 112.0 114.8 118.5 122.2
Effective Edge (cm) 116.3 119.0 121.8 125.5 129.2
Waist Width (cm) 25.4 25.6 25.7 25.9 26.2
Sidecut Radius (m) 7.26 7.44 7.62 7.86 8.10
Setback (cm) 1.5 1.5 1.5 1.5 1.5
Min/Max Stance (in) 19.4-24.1 19.4-24.1 20.4-25.2 20.4-25.2 20.4-25.2
Min/Max Stance (cm) 49.3-61.3 49.3-61.3 51.9-63.9 51.9-63.9 51.9-63.9
Recommended Weight (Lbs) 125-169 139-183 152-196 169-213 187-231
Recommended Weight (Kg) 57.0-77.0 63.0-83.0 69.0-89.0 77.0-97.0 85.0-105.0
Boot Size (US/UK) 7-10 / 6-9 7-10 / 6-9 8-12 / 7-11 9-12 / 8-11 9-13 / 8-12
Boot Size (EU/CM) 39-44 / 25.0-28.0 39-44 / 25.0-28.0 42-46 / 26.5-29.5 42-47 / 27.0-30.0 43-48 / 27.5-30.5
Rome Ravine
Rome Ravine 59.994 kr Verð99.990 kr

Frábært í púðrið!

Rome Ravine er hannað til að takast á við djúpan púðursnjó með stefnubundnu formi sem gerir þér kleift að svífa auðveldlega í bröttum prekkum og djúpum púðursnjó

Fullkomið fyrir fjölbreytt fjallabrölt

Með jafnvægi milli mjúkrar sveigju og góðs stöðugleika hentar Rome Ravine öllum fjallaaðstæðum, frá hörðum brautum til nýfallsins snjós.

Sveigður kambur fyrir aukna stjórn og jafnvægi

Sambland af mjúkri sveiflu að framan og sveigðum kamb að aftan veitir Rome Ravine aukna stjórn og jafnvægi í öllum aðstæðum, hvort sem þú ert að takast á við hörð svæði eða púðursnjó.

Rome

Rome Snowboards hefur síðan 2001 verið staðsett í Waterbury, Vermont, með það að markmiði að búa til besta búnaðinn fyrir brettaiðkendur um allan heim. Hvort sem þú ert að sveigja í gegnum brekkur, renna þér yfir ótroðnar leiðir eða upplifa fullkomna ferð í púðrinu, þá trúir Rome á að það sé engin rétt eða röng leið til að komast niður fjallið. Með ástríðu fyrir snjóbrettaiðkun hafa þau stöðugt þróað nýstárlega tækni til að tryggja einstaka upplifun fyrir alla brettaiðkendur, hvort sem þetta er þín fyrsta eða þrítugasta og fimmta vertíð. Kjarninn hjá Rome er að snjóbretti komi fyrst, ásamt því að þróa búnað sem viðheldur þeirri ástríðu og tengingu við snjóbrettamenninguna. Allt til síðasta snjóblettsins bráðnar og kantarnir ryðga.