




NITRO KARMA
Nitro Karma er hannað fyrir snjóbrettafólk sem vilja hámarks stjórn og lipurð í beygjum, hvort sem er í skógarrunnum, troðnum brautum eða dýpri púðri. Léttbyggð Directional lögun, móttækilegur kjarni og sintered botn tryggja að þú getur tekist á við allar aðstæður með nákvæmni og sjálfstrausti. Þetta er eitt skemmtilegasta carving-bretti sem Nitro hefur framleitt.
EIGINLEIKAR
- Lögun: Directional lögun gefur frábæra flotgetu í púðri og nákvæma stjórn á troðnum brautum, sem eykur stöðugleika í öllum aðstæðum.
- Sidecut: Progressive Sidecut, Stærri radíus að framan og smærri radíus í sporðinum tryggir mýkri inngang í beygjur og hraðari útgang úr þeim, sem gerir keyrsluna enn straumlínulagaðri.
- Flex: All-Terrain Flex veitir jafnvægi milli sveigjanleika og svörunar sem gerir Karma að fjölhæfu bretti sem virkar fyrir ýmsa brettastíla og aðstæður.
- Kjarni: Powerlite Core úr sérvöldum poplarvið sem tryggir léttleika, styrk og kraft
- Grunnur: Sintered Speed Formula HD grunnur gefur ofurhraðvirkt botnlag með hámarks endingu, betri vaxupptöku og auknum hraða á snjónum.
- Bygging: Powercore viðarkjarninn tryggir léttleika og styrk, á meðan Reflex Core Profile bætir stjórnhæfni og sveigjanleika fyrir mýkri beygjur. Bi-Lite Laminates veita styrk án þess að tapa mýkt, sem skilar sér í áreiðanlegri og leikandi keyrslu.
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslun okkar Silfursmára 2, Kópavogi
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.






Fullkomið carving-bretti

Létt og kraftmikið með náttúrulega tilfinningu

Hraðskreitt og endingargott
