Karfa

Karfan þín er tóm

Nidecker Merc Snjóbretti

Merc er hannað til að vera hið fullkomna „Quiver Killer“ bretti. Það þýðir að þú þarft ekki að velja á milli þess að eiga parkbretti eða púðurbretti, því Merc tæklar hvort tveggja með stæl. Það er jafn heima í troðnum brautum og utan þeirra, sem gerir það að frábærum ferðafélaga í íslenskum fjöllum.

Sveigjanleiki
2/5
Mjúkt Stíft
Skíðavæði
4/5
Brettagarður
3/5
Púðursnjór
3/5
77.995 kr
Vörunúmer: N.26.SNM.MER.XX.159

Stærð:
Nidecker Merc Snjóbretti
Nidecker Merc Snjóbretti 77.995 kr

Fjölhæfni í fyrirrúmi

Sérstaklega hannað með mjúkum sveigjanleika sem hentar léttari iðkendum vel. Það gerir stjórnun auðveldari og CamRock prófíllinn tryggir að brettið grípi síður kant, sem eykur sjálfstraust og öryggi við hverja beygju svo þú getir einbeitt þér að því að njót

Sprengikraftur og stöðugleiki

Þótt brettið sé með þægilegan miðlungs sveigjanleika er það engu að síður öflugt. Pop Carbon koltrefjar eru staðsettar í fram- og afturenda til að gefa þér auka sprengikraft í stökkum og Triax Plus trefjaplastið sér til þess að brettið sé stöðugt á miklum hraða og svari hratt þegar þú skiptir milli kanta.

Léttur Master Core kjarni

Kjarninn í Merc er afrakstur áratuga þróunarvinnu. Með því að blanda saman tveimur viðartegundum, ösp og paulownia, hefur Nidecker tekist að skapa kjarna sem er ótrúlega léttur en á sama tíma sterker og líflegur. Þetta skilar sér í bretti sem er auðvelt að stjórna en gefur frábæra tilfinningu fyrir undirlaginu.

Nidecker

Nidecker hefur verið leiðandi í þróun snjóbretta síðan 1984 og er þekkt fyrir nýsköpun og gæði. Frá því að fyrsta brettið þeirra kom af færibandinu hafa þeir þróað nýjar hugmyndir sem hafa haft áhrif á iðnaðinn. Þeir leita stöðugt að nýjum leiðum til að bæta búnað sinn, hvort sem það eru litlar úrbætur á sveigju bretta eða byltingarkenndar lausnir eins og Supermatic® bindingakerfið. Með rætur í svissnesku Ölpunum leggja þeir áherslu á að framleiða endingargóðan búnað og vernda náttúruna sem þau elska.