





LINDBERG ALPINE SNJÓGALLI
Alpine snjógallinn er hannaður fyrir vetrarútiveru og ver bæði fyrir vindi og vatni. Gallinn er algerlega vatnsheldur, andar vel og er með límdum saumum. Efnið er sveigjanlegt og endingargott og einangrunin er rífleg til að standast kulda. Ermalokur má stilla með frönskum lykkjum og undir þeim eru teygjuermar með þumlagötum sem lokast þétt að úlnlið. Gallinn er með tvo brjóstvasa, tvo hliðarvasa og vasa á einni ermi, auk endurskins sem eykur sýnileika. Hettan er stillanleg og fjarlægjanleg. Hné og setsvæði eru styrkt með Cordura efni fyrir aukna endingu. Mittið er stillanlegt að innan, í skálmaendum eru snjóvarnir og þar má einnig festa stillanlegar og fjarlægjanlegar fótaólar. Varann ber OEKO TEX Standard 100 vottun.
EFNI OG UMHIRÐA
Yfirborðið er með flúorkolefnislausri DWR meðferð Rudolf Bionic Eco finish. Vatnsheldni 15.000 mm og öndun 6.000 g á fermetra á sólahring, allir saumar eru límdir.
Efni: 88% nælon og 12% elastan, fóður 100% nælon. Einangrun 100% pólýester, 180 g í búk, 160 g í skálmum neðri hluta og 140 g í ermum. Cordura styrking á hnjám og í setsvæði.
Má þvo á 40 gráðum og setja í þurrkskáp við allt að 40 gráður.
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslun okkar Silfursmára 2, Kópavogi
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.






