Karfa

Karfan þín er tóm

Kids Ride Shotgun Lúffur

Barnalúffurnar frá Shotgun halda hita á litlum höndum og lengja þannig hjólaferðirnar. Þær er hægt að nota með öllum sætum og handföngum frá Shotgun og eru hannaðar fyrir túra að vetrarlagi, kalda morgna og meira að segja snjó!

7.990 kr
Vörunúmer: KRS-APP-PGS-01

Hlýjar og vatnsheldar

Lúffurnar frá Shotgun eru vatnsheldar upp að 10.000 mm, með 3M Thinsulate fyllingu og fóðraðar með flísi að innan og halda þannig höndum barnanna þinna heitum og þurrum sama hvað.

Ein stærð

Lúffurnar okkar eru hannaðar fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og eru í einni stærð. Þú losnar alveg við að þurfa endurnýja hanskana á hverju ári.

Ekkert vettlinga vesen

Það getur verið vesen að koma litlum höndum í fingravettlinga en það er lítið mál að koma þeim í lúffurnar.

Kids Ride Shotgun

Kids Ride Shotgun hjálpar fjölskyldum að njóta fjallahjólreiða saman, frá unga aldri. Vörurnar eru hannaðar til að bæta jafnvægi á hjólinu, tryggja öryggi og bjóða upp á ógleymanlegar ævintýraferðir. Með lausnum eins og Shotgun Pro, sem hentar bæði fyrir hefðbundin og rafhjól, geta börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára upplifað útivistina í fararbroddi. Vörurnar eru hannaðar í Nýja-Sjálandi og byggja á ástríðu fyrir náttúru og fjallahjólum.