SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND EF VERSLAÐ ER FYRIR 5.000 KR. EÐA MEIRA!


Kids Ride Shotgun Lúffur

KRS-APP-PGS-01

KIDS RIDE SHOTGUN LÚFFUR

Barnalúffurnar frá Shotgun halda hita á litlum höndum og lengja þannig hjólaferðirnar. Þær er hægt að nota með öllum sætum og handföngum frá Shotgun og eru hannaðar fyrir túra að vetrarlagi, kalda morgna og meira að segja snjó!

Um Kids Ride Shotgun Lúffurnar

  • Hannaðar fyrir börn á aldrinum 2-5 ára (ein stærð)
  • Henta með öllum Shotgun sætum og handföngum
  • 3M Thinsulate einangrun fyrir allt að -30°C
  • Vatnsheldar (10.000 mm) og anda vel (5.000 gm)

Uppsetning og notkun

  • Þær eru festar við handföngin frá Shotgun eða beint við stýrið á hjólinu þínu
  • Ekki er hægt að nota bremsurnar eða gírana á hjólinu með lúffunum
  • Opið á þeim er breitt svo að hanskar og úlpuermar komast inn fyrir
  • Lúffurnar eru stífar og haldast opnar svo litlu hendurnar komist auðveldlega inn

Þú festir lúffurnar með því að vefja neðri flipanum undir stöngina og þeim efri yfir hana. Svo festir þú efri flipann við þann neðri með franska rennilásnum. Ekkert mál!

Nánari upplýsingar

Ytri skel: 100% Ripstop pólýester

Einangrun: 100% 3M Thinsulate

Fóður: 100% pólýester flísefni

Vatnsheldni: 10.000 mm (vatnsheldir saumar)

Öndun: 5.000 gm

Þvottaleiðbeiningar: Þvoið í höndum / hengið til þerris

Hlýjar og vatnsheldar

Lúffurnar frá Shotgun eru vatnsheldar upp að 10.000 mm, með 3M Thinsulate fyllingu og fóðraðar með flísi að innan og halda þannig höndum barnanna þinna heitum og þurrum sama hvað.

Ein stærð

Lúffurnar okkar eru hannaðar fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og eru í einni stærð. Þú losnar alveg við að þurfa endurnýja hanskana á hverju ári.

Ekkert vettlingavesen

Það getur verið vesen að koma litlum höndum í fingravettlinga en það er lítið mál að koma þeim í lúffurnar.