




TENSON HIMALAYA STRETCH DUO HERRA BUXUR
Himalaya Stretch Duo herra buxurnar eru hannaðar fyrir menn sem vilja þægilegar, praktískar og áreiðanlegar útivistarbuxur fyrir göngur, ferðalög og daglega notkun. Þær sameina mjúkt og teygjanlegt efni með mjög sterku ripstop-efni á svæðum þar sem álagið er mest, svo buxurnar haldist góðar lengur.
Hreint útlit og notagildi fara vel saman: stillanlegt mitti og skálmar, falinn lærisvasi, mótuð hné og loftun með rennilásum og neti að aftan sem hjálpar til við að tempra hita á löngum degi úti. Léttar, þægilegar og auðveldar að pakka og með PFC-frírri vatnsfráhrindandi áferð sem hentar vel í íslenskum aðstæðum.
EIGINLEIKAR
- Notkun: Frábærar í göngur, útivist, ferðalög og daglegt líf
- Efni: Mjúkt og teygjanlegt efni með ripstop-styrkingum á álagsstöðum
- Veðurvörn: Vatnsfráhrindandi áferð án PFC
- Þægindi: Mótuð hné og gott snið sem auðveldar hreyfingu
- Stillingar: Stillanlegt mitti og stillanlegar skálmar
- Vasar: Falin lærisvasi og renndir hliðarvasar
- Loftun: Rennilásaloftun með neti að aftan
- Pökkun: Léttar og auðveldar að taka með
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
- Efni: 92% endurunnið polyamide, 8% spandex
- Efniseiginleikar: Teygjanlegt, hraðþornandi og þægilegt við notkun
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslanir okkar Silfursmára 2, Kópavogi eða Dalsbraut 1, Akureyri.
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.

















