
INNOVA HALO STAR WRAITH
*ATH - Litur á disk/letri getur verið frábrugðin myndum*
Wraith er langdrægur og stöðugur Distance Driver sem sameinar hraða, svif og nákvæmni. Hann býður upp á frábæra vegalengd fyrir leikmenn á öllum getustigum. Wraith virkar sérstaklega vel þegar kastað er með vindi, en heldur einnig stöðugri flugleið í mótvindi.
Þessi diskur er studdur af 12-faldum heimsmeistara Ken Climo og hefur reynst áreiðanlegt vopn í vopnabúri margra atvinnukastara.
Speed: 11, Glide: 5, Turn: -1, Fade: 3.
HALO STAR PLAST
Halo Star plastið er venjulega örlítið stöðugra en hefðbundið Star plast og að minnsta kosti tífalt svalara í útliti. Ekki láta þetta plast framhjá þér fara.
