


GOLD ORBIT Claymore - Kristin Lätt Team Series 2025
GOLD ORBIT CLAYMORE
Claymore er stöðugur midrange diskur með mjúku gripi og örlítið kúptum toppi. Hann flýgur beint með miklu svifi og lítilsháttar endingu, sem gerir hann að frábærum valkosti fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Diskurinn heldur þeirri línu sem þú gefur honum, hvort sem er beint, til vinstri eða hægri. Kristin Lätt treystir á Claymore þegar hún kastar á þröngum brautum og þarf bæði vegalengd og nákvæmni. Team Series 2025 útgáfan er með sérstöku útliti og skreytt teikningu af ketti, og kemur í fjölbreyttum og glæsilegum litum í Gold Orbit plasti.
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslun okkar Silfursmára 2, Kópavogi
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.
