
INNOVA - GLOW CHAMPION VALKYRIE
*ATH - Litur á disk/letri getur verið frábrugðin myndum*
Í léttari þyngdum gefur Valkyrie nýjum leikmönnum auka drægni. Léttari diskar skila líka mikilli vegalengd þegar kastað er með vindi, á meðan diskar í hámarksþyngd virka vel í mótvindi. Hröð sveigja og flugeiginleikar Valkyrie gera hann að frábæru vali fyrir langdræg turnover-köst og rollers.
Speed: 9, Glide: 4, Turn: -2, Fade: 2
GLOW CHAMPION PLASTIC
Glow Champion línan er gerð úr sama háþróaða og endingargóða plasti og Champion línan, með þeim aukabónus að hún glóir í myrkri. Glow Champion diskar eru auðþekktir á glærri, grænskærri áferð þeirra. Þeir eru mjög endingargóðir og auðvelt að sjá þá, sem gerir þá fullkomna fyrir Glow Disc Golf í rökkri eða myrkri.
