
ESKA PINKY SHIELD LÚFFUR
Þessar lúffur eru nauðsynlegur búnaður fyrir alla snjóbrettaiðkendur sem vilja blanda saman öryggi og þægindum. Þær eru sérstaklega hannaðar til að takast á við kröfur brettafólks og eru búnar innbyggðri úlnliðsvörn sem getur skipt sköpum við föll og komið í veg fyrir meiðsli. Vörnin er staðsett í lófanum en ef þú kýst að nota lúffurnar án hennar er lítið mál að fjarlægja hana í gegnum franskan rennilás.
Endingin er í fyrirrúmi hjá Eska og því eru lúffurnar styrktar með Sandgrip efni og geitaskinni í lófa. Þessi blanda tryggir ekki aðeins frábært grip heldur verndar hanskann gegn skörpum stálköntum snjóbrettisins sem oft vilja skemma hefðbundna hanska. Að innan eru lúffurnar fóðraðar með flauelsmjúku SK Ultraplush efni og SK Isodry einangrun sem heldur hita á höndum, auk þess sem SK Shield himna sér til þess að vatn og snjór komist ekki í gegn. Innan í lúffunni eru svo aðskilin fingurhólf (fingerliner) sem eykur þægindi og stjórnun.
HELSTU EIGINLEIKAR
- Öryggi: Laus úlnliðsvörn (spelka) sem minnkar hættu á meiðslum
- Ending: Lófi úr geitaskinni og Sandgrip efni sem þolir skarpa kanta
- Vörn: SK Shield himna sem gerir lúffurnar vatnsheldar og vindheldar
- Þægindi: Aðskilin fingurhólf innan í lúffunni fyrir betri tilfinningu
- Fóður: SK Ultraplush fóður sem er einstaklega mjúkt viðkomu
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
- Ytra byrði: 100% endurunnið Heavy Plain efni með 5000mm vatnsheldni
- Lófi: Vatnsfráhrindandi geitaskinn og Sandgrip
- Einangrun: SK Isodry trefjar
- Snið: Langur og víður úlnliður sem fer vel yfir jakkaermar
- Aukahlutir: Öryggisól og snjóhlíf til að loka fyrir snjókomu
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslanir okkar Silfursmára 2, Kópavogi eða Dalsbraut 1, Akureyri.
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.














