
ESKA FLEXURA TRIGGER
Þessi snjalla þriggja fingra hönnun er hinn fullkomni félagi á köldum skíðadögum þar sem þú vilt hvorki fórna hlýju né stjórnun. Með því að aðskilja vísifingurinn frá hinum fingrunum færðu það besta úr báðum heimum en það er hlýjan sem fylgir lúffu og hreyfigetan sem einkennir hanska. Þetta gerir þér kleift að opna rennilása, stilla gleraugu eða festa skíðaskó án þess að þurfa að taka hanskana af í kuldanum.
Gæðin leyna sér ekki í efnisvalinu því hanskinn er gerður úr mjúku og vatnsfráhrindandi geitaskinni í bland við teygjanlegt Softshell efni sem verndar gegn vindi. Einangrunin er af bestu gerð frá Primaloft Gold sem tryggir mikla hlýju. Einn helsti kosturinn við þessa útgáfu er að hægt er að taka innra fóðrið úr til að þvo það eða þurrka en það eykur hreinlæti og endingu til muna. Öryggisól fylgir svo með til að tryggja að hanskarnir fari hvergi þegar þú tekur þá af þér í lyftunni.
HELSTU EIGINLEIKAR
- Hönnun: Trigger eða þriggja fingra snið sem sameinar hlýju lúffu og grip hanska
- Fóður: Lausfóður úr SK Vista flís sem hægt er að taka úr og þvo
- Einangrun: Primaloft Gold Insulation úr 100% endurunnu efni
- Efni: Sterkt geitaskinn í lófa og vindhelt Softshell á handarbaki
- Aukahlutir: Öryggisól (Leash) og styrkingar á fingurgómum
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
- Ytra byrði: Softshell með 5000mm vatnsheldni og Neoprene
- Lófi: Vatnsfráhrindandi geitaskinn fyrir frábært grip
- Fóður: Mjúkt og hlýtt SK Vista Fleece
- Snið: Langur úlnliður sem veitir góða vörn
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslanir okkar Silfursmára 2, Kópavogi eða Dalsbraut 1, Akureyri.
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.














