









DHARCO WOMAN RACE JERSEY
Keppnistreyjan frá Dharco er hönnuð fyrir þær sem vilja léttleika, öndun og frammistöðu þegar mest á reynir. Hún er innblásin af hinu goðsagnakennda Black Snake downhill track og hefur verið notuð af heimsmeistaranum Amaury Pierron. Treyjan var þróuð í samstarfi við Commencal Muc-Off DH Team og er bæði lengri og þrengri í sniði en hefðbundnar treyjur frá Dharco. Þetta er treyja fyrir hjólreiðakonur sem sækjast eftir nákvæmni, hraða og því að finna hið fullkomna flæði í hverri línu.
SNIÐ
Race Jersey treyjan er með þröngu sniði (Slim Fit) sem liggur þétt að líkamanum. Hún er án vasa svo auðvelt sé að stinga henni ofan í buxur – hönnuð með keppnisdag í huga þar sem ekkert má trufla aksturseiginleikana.
EFNI
Framleidd úr 100% endurunnu pólýester með FTF efnistækni sem skilar einstaklega léttu og öndunargóðu efni. Hjálpar til við að halda líkamanum þurrum og ferskum í álagi. Þetta efni er þó ekki eins slitsterkt og í hefðbundnum treyjum, þar sem áherslan er lögð á léttleika og hámarks hraða.
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslun okkar Silfursmára 2, Kópavogi
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.
