







MENS GRAVITY PANTS
Gravity buxurnar frá Dharco eru hannaðar fyrir þá sem gera kröfur – hvort sem um er að ræða keppni, æfingar eða krefjandi fjallahjólaleiðir. Þær eru úr vatnsfráhrindandi efni sem andar vel, er mjúkt viðkomu og teygjanlegt í allar áttir. Buxurnar sameina þægindi og endingu og henta vel þegar mikilvægt er að fatnaðurinn haldi í við ferðina.
SNIÐ
Gravity buxurnar eru með eðlilegu og þægilegu sniði sem minnir meira á hversdagsbuxur en hefðbundnar hjólabuxur. Þær eru mótaðar fyrir góða hreyfigetu án óþarfa fyrirferðar. Við mælum með að velja sömu stærð og þú notar vanalega.
EFNI
Efnisblanda úr næloni og teygjuefni sem var þróuð sérstaklega fyrir Dharco. Hún heldur hita þegar kalt er og hjálpar til við að kæla þegar hlýnar. Efnið er BlueSign vottað – það þýðir umhverfisvænni framleiðsla þar sem minna vatn og færri mengandi efni eru notuð.
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslun okkar Silfursmára 2, Kópavogi
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.








