Karfa

Karfan þín er tóm

Dharco Gravity Vest

Gravity Vest veitir öfluga brjóst- og bakvörn án þess að draga úr hreyfigetu. Hlífin er mjúk og sveigjanleg og lagar sig að líkamanum, hvort sem þú klæðist henni undir treyjuna eða yfir. Þú ræður.

RHEON™ höggvarnir á brjóstkassa og baki veita Level 1 CE-vottaða vörn án fyrirferðar. Mjúkir púðar hreyfast með þér, og segulfestingarnar gera það fljótlegt og ánægjulegt að smella henni á. Endingargott EVA efni, öndunarraufar og netefni tryggja þægindi – og þetta er einmitt sama gerð og heimsbikarkeppendur eins og Amaury Pierron og Loris Vergier nota, bæði í keppni og á venjulegum æfingadögum.

34.990 kr
Vörunúmer: VPT-UNI-SM

Stærð:
Dharco Gravity Vest

HVERNIG Á AÐ MÆLA

Passar eftir hæð, ekki líkamsbyggingu — brjóstbreiddin helst sú sama, aðeins baklengdin breytist.
Stillanlegir mittisólar tryggja góða aðlögun að mismunandi líkamsgerðum.

Stærð Hæð
CM
S/M 140–175
L/XL 175+

Ef þú ert undir 175 cm að hæð mælum við með S/M.
Ef þú ert yfir 175 cm, þá er L/XL betri kostur.
Þú getur einnig valið stærð út frá því hversu löng bakhlífin á að vera.

Við bjóðum ekki upp á sérstaka barnastærð, en S/M getur passað sumum ungum hjólurum.
Við mælum með henni fyrir 140 cm og hærri (um það bil 10 ára og eldri).

Dharco Gravity Vest
Dharco Gravity Vest 34.990 kr

Heildarlausn fyrir öryggið

Með RHEON™ púðum að framan og aftan færðu vörn sem nær yfir mikilvægustu svæðin – án þess að skerða hreyfigetu.

Létt vörn með öndun

EVA efni og netefni hleypa lofti í gegn og halda líkamshita í skefjum – líka í bröttustu brekkunum.

Sveigjanleg notkun fyrir alla aðstæður

Gravity Vest passar hvort sem þú klæðist henni undir treyju eða yfir. Þægindi og vörn í hvaða uppsetningu sem er.

Dharco

DHaRCO er ástralskt vörumerki sem sameinar afslappaðan stíl og hágæða eiginleika fyrir fjallahjólreiðar. Þau hanna fatnað sem líkist frjálslegum daglegum fatnaði en veitir mikla hreyfigetu, öndun og þægindi. Innblásturinn kemur frá sörfmenningu Sydney og lífsstíllinn þar skín í gegn. Þau nota vandað efni þar sem eiginleikar eins og rakadrægni eru ofnir inn í vefinn. Fötin eru bæði endingargóð og umhverfisvæn. DHaRCO lítur á fjallahjólreiðar sem lífsstíl og hönnunin speglar það.