


CMP SNJÓBUXUR KVENNA
Mjúkar og teygjanlegar softshell skíðabuxur í klassísku sniði sem veita góða hreyfigetu og þægindi í vetrarútivist. Clima Protect himna á milli efna veitir áreiðanlega vörn gegn vindi og raka á sama tíma og buxurnar anda vel.
Buxurnar eru með stillanlegu mitti með frönskum, tveimur hliðarvösum með vatnsheldum rennilásum, mótuðum hnjám og rennilás neðst á skálmum fyrir betri aðlögun yfir skíðaskó. Skálmarnar eru styrktar neðst og innbyggð snjóhlíf með sílikonröndum heldur snjó úti. Axlaböndin eru losanleg og auðvelt er að stilla mittið með frönskum.
EIGINLEIKAR
- Þyngd: 710 g
- Lengd: 106 cm
- Vatnsheldni: WP 10.000
- Öndun: MVP 5.000
- Góð teygja
- Styrktat skálmabrúnir
- Opnanlegar skálmar neðst
- Losanleg axlabönd
- Snjóhlíf að innan með sílikonröndum
- Stillanlegt mitti með frönskum
- Vatnsheldir rennilásar
- Clima Protect
- Vatnsfráhrindandi
ÞVOTTALEIÐBEININGAR
AFHENDINGARMÁTI
Í kaupferlinu getur þú valið um að fá vöruna senda eða sótt í verslanir okkar Silfursmára 2, Kópavogi eða Dalsbraut 1, Akureyri.
Við sendum frítt þegar pöntun fer yfir 10.000 kr.
















