



CHILLI PRO SCOOTER ZERO V2
Rétt eins og forveri sinn Zero hlaupahjólið fellur Zero V2 í flokkinn „Riders Choice Chapter“ sem inniheldur dýrari hjólin hjá Chilli.
Zero V2 var sérstaklega hannað fyrir þá sem hafa þegar náð góðum tökum á undirstöðuatriðunum og hafa háan standard. Þetta fislétta hjól úr áli hefur stóra t-stöng og breiða plötu – sem er fullkomið til að fara létt með að grinda og gera svakaleg trikk. Zero V2 hjólið er líka með netta tveggja bolta klemmu og hálfgegnsæ hjól með holri miðju.
- Notendur: Lengra komnir
- Hjól: 120 mm
- Hæð: 85 cm
- Hæð frá efri brún plötu að t-stönginni: 76 cm
- Legur: ABEC9
- Plata: 52 x 12,5 cm úr áli