ALLSET PRO RAUÐUR-HVÍTUR MATTUR
Allset Pro er fullkominn hjálmur fyrir þá sem eru að fikra sig út af malbikinu.Hann er með 14 loftunargöt og vegur aðeins 300 grömm og er því þægilegur í öllum aðstæðum. LFS stillingarkerfið gerir það að verkum að hægt er að laga hann að hvaða höfuðlagi sem er. Skyggnið er stór og stillanlegt á þrjá vegu og veitir því fullkomna vörn. Það er hægt að fínstilla það í þrjár mismunandi stöður og efsta staðan veitir nóg pláss fyrir gleraugun. Með AllSet Pro á höfðinu ertu klár í næsta hjólaævintýri.
EIGINLEIKAR:
- In-Mold Tækni -Ytri skelin og kjarninn eru beintengd saman sem veitir meiri stöðugleika með minni þyngd.
- ABS Tækni - Ytri skelin og kjarninn er búin til í sitthvoru lagi og síðan sameinuð í lokin.
- Downshell - Til þess að forðast tjón og auka líftíma vörunnar er hjálmurinn með aukinni vörn gegn rispum og beyglum.
- Light Fit System - Þegar hver sekúnda telur er mikilvægt að hjálmurinn sitji vel á höfði og það sé bæði fljótlegt og auðvelt að setja hann á sig og stilla hann. Það á að vera fljótlegt og auðveldt að nota hjálminn án þess að það komi niður á þægindum.
- Rapid Lock System - Nýju festingarnar eru hannaðar með hraða í huga og er því mun auðveldara að smella hjálminum á sig og skella sér af stað.
- Netpad - Netpad er hugsað sem skordýranet og getur þú valið hvort þú hefur það í eða ekki.
- Clean Tex Púðar - Til þess að auka líftíma hjálmsins eru púðarnir unnir með bakteríudrepandi meðferð til þess að koma í veg fyrir að bakteríur safnist saman í þeim.
- Hentar fyrir gleraugu - Öll skyggnin eru sérstaklega hönnuð fyrir fólk sem notar gleraugu og nýtast þau vel til þess að skýla þér fyrir bæði vindi og rigningu.
Hann er til í stærðum S-M (54-58) og M-L (58-61) og einnig til í stone/sage og hvítum/svörtum.
ALLSET PRO RED-WHITE MATT
19.990 kr