7iDP Flex Brynja - Börn

Stærð

7405-05-430

7IDP FLEX BRYNJA - BÖRN

Flex stutterma krakkabrynjan frá 7iDP er með axlarhlífum og hryggjarvörn en hægt er að fjarlægja hryggjarvörnina og nota vasann undir vatnspoka.

Hlífar

Sama efni (viscoelastic foam) og er í Hné og olbogavörn 7iDP er að finna í axlar og hryggjar hlífum. Hægt er að fjarlægja bæði axlarvörn og hryggjarvörn

5 Vasar

Tveir hornvasar eru á sitthvorri mjöðminni og einn stór fyrir miðju að aftan. Auðvelt er að komast í vasana en hliðarvasar eru tilvaldir fyrir smærri hluti eins og t.d. farsíma. Stærri vasinn er svo tilvalinn fyrir t.d. nettan samanbrjótanlegan jakka.

Öndun

Þar sem brynjan liggur þétt að líkamanum (compression fit) þá er loftun mikilvæg. Brynjan er gerð úr "4-way stretch fabric" sem á að viðhalda góðri öndun og auka þægindi með því að hleypa út hita eins vel og kostur er.

 

 Stærðartafla:

Stærðir S/M L/XL
Brjóstkassi ummál (b) cm 63-74cm 71-81cm